Ég sé með teikningu
4 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 INNGANGUR Námsefnið Ég sé með teikningu , er byggt á niðurstöðum meistaraprófsrannsóknar sem ég vann á árunum 2012–2017 og hafði þann tilgang að efla myndlistarkennslu. Markmiðið var að móta nýtt námsefni í teikningu fyrir íslenska skóla. Með aðferðum starfenda- og listrannsókna, fengust niður- stöður um þróun námsefnisins og voru þær settar fram sem rannsóknarskýrsla, myndlistarsýning og námsefni. Námsefnið var mótað í kennslustundum í samvinnu við nemendur á listnámsbraut í fram- haldsskóla en fanga var einnig leitað í myndlist, kennslufræði lista og erlendu námsefni. Hér er námsefnið aðlagað að nemendum í grunnskóla. Því er ætlað að efla nemendur í teikningu og sköpun og gera þá hæfa til að teikna eftir fyrirmyndum sem og eftir eigin ímyndun, svo þeir geti lýst þeim raunveruleika sem þeir skynja og sett eigin sjónræna hugsun fram á frumlegan hátt í tengslum við eigin markmið. Námsefnið er sett fram sem hugmyndabanki sem inniheldur efnivið fyrir kennara til að búa nemendum aðstæður eða vettvang fyrir upplifun þar sem þeir læra í gegnum eigin reynslu. Þeir efla með sér sjónræna rannsókn á umhverfi, tengingu hennar við hreyfingu handar, auka þekk- ingu sína og skilning á sýnilegu umhverfi og örva ímyndunarafl sitt. Aðalnámskrá grunnskóla tiltekur nokkra þætti sem fléttast eiga inn í sjónlistanám á öllum stigum og er námsefnið byggt upp með hliðsjón af þeim. Nemendum eru sett markmið, þeir eru settir af stað í sjálfstæða vinnu með kveikju og þekkingarmiðlun og þeir ígrunda vinnuferli sitt og afrakstur. Þeir rannsaka umhverfi sitt með eigin augum og skoða teikningar listamanna, þeir skapa með teikningu út frá eigin rannsóknum og/eða virkjun ímynd- unaraflsins og greina verk sín og annarra í samræðu við kennara og aðra nemendur (Aðalnámskrá grunnskóla, 2013). Teikning gerir flóknar, líkamlegar og vitrænar kröfur til nemenda. Í teikningu eiga nemendur í milliliðalausum samskiptum við umhverfi sitt. Þeir upplifa það og rannsaka í gegnum sjónskynjun sína. Með aðstoð ímyndunarafls endurskapa þeir í huga sér það semþeir sjá og gera sjónræna hugsun sína sýnilega með hreyfingu handarinnar. Þeir tjá sig á sjónrænu tungumáli og nota til þess ýmis efni, áhöld og aðferðir. Teikningar nemenda eru vitnisburður um ferli sköpunar sem þeir skrá á ákveðnum tíma, tjáning sem táknar og lýsir því sem augu þeirra sjá, líkami þeirra finnur og hugur þeirra veit (Maslen og Southern, 2011). Með því að tengja teikningu við eigin reynslu nemenda þjálfast þeir í læsi á eigið umhverfi ogmeð því að leyfa þeim að velja inntak verka er hægt að efla frumkvæði þeirra. Skýrslu um meistaraprófsrannsókn mína má finna í Skemmunni, skemman.is, undir heitinu Ég sé með teikningu: mótun námsefnis í samvinnu við nemendur . Í tengslum við efnið er ég með Pinterest síðu þar sem ég hef safnað saman og flokkað efni er tengist námsefninu. Gangi ykkur vel, Mynd 0.1 Æskilegt er að nem- endur öðlist tækifæri til að beita jafnt rannsókn, skapandi nálgun og greiningu í námi sínu. Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið 2013, bls. 148
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=