Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 39 • Hægt er að bera mælieininguna saman við önnur form á fyrirmyndinni og athuga hvort þau eru jafnstór, minni eða stærri og þá hve margar mælieiningar komast þar fyrir. Í tilfelli mannslíkamans má til dæmis skoða hvað handleggur er mörg höfuð að lengd eða búkur mörg höfuð að breidd. • Hægt er að mæla stærð hvaða forms á fyrirmynd sem er og bera hana saman við stærð annarra forma. Að meta halla • Priki er haldið í útréttri hönd, þvert á sjónlínu með annað augað lokað og látið bera við hallandi útlínu á fyrirmynd. • Ef verið er að teikna sitjandi mannslíkama til dæmis má láta prikið bera við útlínu á læri. Prik- inu er haldið kyrru í sama halla og á meðan er oln- boga og úlnlið læst. • Prikið er fært í rólegheitum yfir á teikniflötinn og þá sést í hvaða halla útlínan skuli teiknuð. Prikið er nokkurs konar hallamál, sjá mynd 1.9.4. • Einnig er hægt að staðsetja prikið í lóðréttri eða láréttri stöðu yfir ákveðna hallandi línu á fyrirmynd og skoða hve mikið hún hallar miðað við prikið, eða hve gleiður þrí- hyrningurinn sem myndast milli priksins og hallandi línunnar er. Að meta afstöðu • Haldið er laust í annan endann á priki, eða blýanti, og því leyft að hanga þannig að það myndi lóðlínu. Höndin er höfð útrétt, olnbogi og úlnliður læstur og annað augað lokað. • Lóðlínan er staðsett yfir fyrirmynd og skoðað hvað á fyrirmynd ber við hana, hvað flúttar. Ef verið er að skoða mannslíkama til dæmis og lóðlínan ber við útlínu axlar er hægt að sjá hvað annað á líkam- anum ber við sömu lóðlínu, beint fyrir neðan hana, hvort það er læri, hné, hæll eða annað og teikna í samræmi við það, sjá mynd 1.9.5. • Á sama hátt er hægt að mynda lárétta línu með prikinu yfir fyrirmyndinni og skoða hvað ber við hana, hvað flúttar. Mynd 1.9.4 Nemandi metur halla. Mynd 1.9.5 Nemandi metur lóðrétta afstöðu myndhluta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=