Ég sé með teikningu
38 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHÖLD • Fyrirmyndir; s.s. nemendur, stólar, hús, pottaplöntur, leirtau, leikföng eða annað. • Prik, um 30 cm að lengd og 5 mm í þvermál eða langir blýantar. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3. • Trönur og maskínupappír nálægt raunstærð ef fyrirmyndin er mannslíkami. VERKEFNIÐ Mæliaðferðir Kennari kynnir eftirfarandi mæliaðferðir fyrir nemendum og þeir æfa sig um leið í að meta stærðir, hlutföll og halla á fyrirmynd án þess að teikna. Að meta stærðarhlutföll • Ákveðið form á fyrirmynd er valið til að nota sem mæli-einingu, til dæmis höfuð á mannslíkama. • Priki (eða blýanti) er haldið í útréttri hönd, þvert á sjónlínu. Olnboga og úlnlið er læst og öðru auganu er lokað. Efri endi priksins er látinn bera við efstu brún formsins sem á að mæla (höfuðsins) og þumal- fingursnögl látin bera við neðstu brún þess (höku), sjá mynd 1.9.2. • Prikendinn er færður að neðstu brún formsins og skoðað hvað á fyrirmyndinni þumalfingursnöglin ber þá við. Prikendinn er færður á þann stað og svo koll af kolli að neðstu brún fyrirmyndar. Þannig er hægt að sjá hvað fyrirmyndin er margar mæli- einingar að stærð (hvað líkaminn er mörg höfuð) og hver hlutföllin eru á milli mælieiningar og fyrir- myndarinnar allrar. • Það sem mælt var (höfuðið) er teiknað á blaðið og aðrir hlutar (líkamshlutar) í samræmi við það, sjá mynd 1.9.3. Mynd 1.9.2 Nemandi metur stærðarhlutföll. Þær felast í að nota prik eða blýant til þess að bera saman stærðir mismunandi lína og forma fyrirmyndanna, skoða afstöðu þeirra og meta halla. Í fyrstu getur virst flókið að beita þessum aðferðum og til þess að ná góðum tökum á þeim þurfum við að æfa okkur töluvert. Með aukinni reynslu verður það smám saman auðveldara og við þurfum þar með minna á þeim að halda því þær verða ómeðvitaður hluti af teikniferli okkar. Mjög reyndir teiknarar geta þó þurft að grípa til mæliaðferðanna endrum og eins til þess að sjá ákveðna sjónræna eiginleika fyrirmynda sinna betur. Mynd 1.9.3 Höfuð notað sem mælieining.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=