Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 37 HLUTFOLL, AFSTAÐA OG HALLI STUTT LÝSING Nemendur kynnast aðferðum og æfa sig í að meta stærðir, hlutföll, halla og afstöðu lína og forma á fyrir- myndum og yfirfæra á teikniflöt. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 1 9 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig KVEIKJA Sjáið þessar myndir. Er teikningin lík fyrirmyndinni? Kannski átti hún ekki að vera það en ef svo væri, hvernig er þá hægt að auka verulega nákvæmni í teikningu þegar teiknað er eftir fyrirmynd? Við getum mælt fyrirmyndir okkar út með augunum af ótrúlegri nákvæmni en stundum dugar það ekki til, sérstaklega þegar við erum að teikna eftir flóknum fyrir­ myndum eins og mannslíkamanum. Við þekkjum mannslíkamann betur en flest önnur form svo það verður mjög sýnilegt ef skekkjur koma upp í teikningum, sjá mynd 1.9.1. Til eru ágætis mæliaðferðir sem hjálpa okkur að meta sjónræna eigin­ leika fyrirmynda af nákvæmni og yfirfæra þá á teikniflöt. Með því að nota þær er hægt að bæta sig verulega í teikningu eftir fyrirmynd. • þekkingu og skilning nemenda á aðferðum til að greina og meta hlutföll, halla og afstöðu lína og forma á fyrir- mynd og teikningu • leikni nemenda í að beita þessum aðferðum þegar þeir teikna eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökunum hlutföll og afstaða • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Mynd 1.9.1 Dæmi um teikningar þar sem mæliaðferðir hefðu getað hjálpað til. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=