Ég sé með teikningu

36 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 LÆST NEIKVÆÐ RÝMI STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að læstum neikvæðum rýmum og nýta þau sem byggingarefni í óhlutbundna teikningu. Þeir velta fyrir sér lögun og staðsetningu forma á myndfleti. TILBRIGDI tvo VID VERKEFNI 1 8 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig KVEIKJA Sú sama og í upphafi verkefnisins 1.8. EFNI OG ÁHÖLD • Fyrirmyndir; s.s. nemendur til skiptis sem mynda læst rými með höndum eða fótum eða tengjast hvert öðru og mynda þannig neikvæð rými, bollar, könnur, stólar, lampar með snúruflækjum, inniblóm eða annað með greinileg læst neikvæð rými. • Blýantar (4B–8B) kol, krít, blek eða önnur blaut efni. • Pappír að vild, af stærðinni A2 eða stærri. VERKEFNIÐ • Nemendur teikna eitt læst neikvætt rými sem þeir sjá á fyrirmynd. Þeir snúa teikni- fletinum eða færa teikniáhaldið til og teikna næsta læsta neikvæða rými óháð stað- setningu þess fyrra. • Nemendur endurtaka þetta mörgum sinnum; snúa teiknifletinum að vild í hvert skipti eða færa hann til. Skipt er um fyrirmynd eftir þörfum eða stöðu hennar breytt. • Nemendur endurtaka þetta eins oft og þurfa þykir eða þar til áhugaverð óhlutbundin mynd hefur skapast á teiknifletinum. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvaða rými/form eru jákvæð á teikningunni? Hvaða rými/form eru neikvæð? Hvernig lítur heildarmyndin út? Er hún áhugaverð/óáhugaverð? Hvað gerði það að verkum? Hefur lögun forma og staðsetning þeirra á teiknifleti áhrif á útkomu? Hvaða áhrif? Er hægt að gera áhugaverða mynd út frá fyrirmynd án þess að það sé nákvæm eftirmynd af henni? LEITARORÐ Noma Bar | M.C. Escher negative space Rodchenko black and white negative space | clowds | iland Mynd 1.8.4 Nokkrum læstum neikvæðum rýmum mannslíkama, þöktum með kolum, raðað á myndflöt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=