Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 35 LAUFBLOÐ STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að neikvæðum rýmummeð því að raða saman laufblöðum og teikna þau rými/form sem mynd- ast á milli þeirra. TILBRIGDI Eitt VID VERKEFNI 1 8 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig KVEIKJA Sú sama og í upphafi verkefnisins 1.8. EFNI OG ÁHÖLD • Fyrirmyndir eru laufblöð. • Blýantar (4B-8B) kol, krít, blek eða önnur blaut efni. • Ljós pappír. • Dökkir renningar. VERKEFNIÐ • Nemendur ná í fimm til tíu laufblöð sem þeim finnst áhugaverð í laginu. Þeir raða þeim þétt saman á hvítan pappír þannig að neikvæð og læst neikvæð rými myndist. • Þeir ramma laufblöðin inn með því að leggja einn renning yfir hverja hlið, alls fjóra renn- inga, þannig að þrengt sé að bakgrunninum, sjá mynd 1.8.3. • Nemendur teikna mynd á annan pappír. Þeir einbeita sér að neikvæðu rýmunum, þeim hvítu og hugsa ekki um laufblöðin. Þeir teikna útlínur þessara neikvæðu hvítu rýma, einnig út við rammann og þekja þau. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Komu áhugaverð form fram? Hvar? Hvernig er heildarmyndin? • Skiptir máli hvar dökku rýmin raðast á myndfletinum? En þau ljósu? • Skiptir neikvæða rýmið máli í mynd? Útskýrið. LEITARORÐ Noma Bar | M.C. Escher negative space Rodchenko black and white negative space | clowds | iland .. .. Mynd 1.8.3 Neikvæð rými umhverfis laufblöð þakin með blýanti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=