Ég sé með teikningu

34 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHÖLD • Fyrirmyndir; s.s. nemendur til skiptis, stólar, lampar, plöntur eða aðrir frekar stórir hlutir. Einnig má nota ljósmyndir af fólki í mikilli hreyfingu, eins og í dansi eða íþróttum. • Blek eða annað blautt efni og mjúkir breiðir penslar, kol eða krít. • Pappír að vild. VERKEFNIÐ • Nemendur þekja svæðið sem neikvæða rýmið tekur yfir umhverfis fyrirmyndir og skilja jákvæða rýmið eftir eða svæðið sem fyrirmyndir taka yfir, sjá mynd 1.8.2. • Nemendur teikna ekki útlínur neikvæðu rýmanna heldur nota flatar krítar eða kol eða blek og breiðan pensil til að þekja allan bakgrunninn. • Þeir geta ímyndað sér að fyrirmyndin hafi þotið í gegnum vegg og þeir séu að þekja vegginn umhverfis gatið sem myndaðist. • Nemendur leita eftir læstum neikvæðum rýmum og þekja þau einnig. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig er best að greina og teikna neikvæð rými? • Sýna teikningarnar sannfærandi mynd af neikvæða rýminu? En því jákvæða? • Tókuð þið eftir læstum neikvæðum rýmum? Hvar? • Hvað er líkt og ólíkt með því að teikna neikvæða rýmið eða það jákvæða? • Skiptir máli hvort rýmið er teiknað? Hverju breytir það fyrir teikniferli? Hverju breytir það fyrir útkomu? Er hægt að sjá á teikningu hvort teiknarinn var að horfa á jákvæða rýmið eða það neikvæða? Útskýrið? • Hvers vegna getur verið gagnlegt að horfa á neikvæða rýmið þegar maður teiknar? Útskýrið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=