Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 33 Fléttað er inn í samræðurnar að skýin á mynd 1.8.1 teljist jákvæð rými en himininn umhverfis þau neikvætt, að aðalatriði í mynd kallist jákvætt rými . Ef við teiknum epli þá er það sjálft jákvætt rými en umhverfis það er líka eitthvað sem við veitum stundum litla athygli; tómt rými eða bakgrunnur. Þetta eitthvað kallast neikvætt rými . M.C. Escher hefur leikið sér að því gera mynd þar sem öll rými/form eru jákvæð. Myndin af eðlunum er algjörlega án neikvæðra rýma. Kennari bendir nemendum á að líta í kringum sig og athuga hvort þeir sjái neikvæð rými í umhverfi sínu. Kannski finnst okkur neikvæð rými ekki skipta máli en þau gera það samt sem áður í myndgerð. Þau eru mikilvægur hluti heildarmyndarinnar og hafa áhrif á hana líkt og þagnir í tónlist. Því er mikilvægt að taka eftir þeim og hafa þau í huga í teikningu. Það getur líka hjálpað okkur að sjá útlínur fyrirmynda þegar við erum að teikna. Hvernig hjálpar það okkur í teikningu að taka eftir neikvæðu rými? Jákvætt rými og neikvætt rými – fyrirmynd og bakgrunnur – deila útlínum. Ef erfitt reynist að átta sig á hvernig útlínur fyrirmyndarinnar (jákvæða rýmisins) eru, getur verið gagnlegt að beina athyglinni að útlínum bakgrunnsins (neikvæða rýmisins) og teikna þær í staðinn. Þetta eru hvort sem er nákvæmlega sömu útlínurnar. Stundum er auðveldara að taka eftir halla og lengd útlína neikvæða rýmisins en þess jákvæða vegna þess að við vitum ekki fyrir fram hvernig neikvæða rýmið „ætti“ að líta út. Við höfum ekki neinar táknmyndir af þeim í huganum sem geta truflað teikniferlið eins og útlínur handleggjanna á mynd 1.8.2. Þannig erum við að teikna eftir óþekktum fyrirmyndum eins og í verkefni 1.3. Sjá einnig Kveikju í verkefni 1.3. Hvað er læst neikvætt rými? Ef neikvæða rýmið lokast inni af jákvæðu rými er talað um læst nei- kvætt rými. Læst neikvætt rými má til dæmis sjá innan í handfangi kaffibolla eða innan við handlegg sem tyllt er á mjöðm, sjá mynd 1.8.2. Kennari biður nemendur að benda á neikvæð læst rými í umhverfi sínu. LEITARORÐ Noma Bar | M.C. Escher negative space Rodchenko black and white negative space | clowds | iland Mynd 1.8.2 Neikvæð og læst neikvæð rými þakin með bleki og breiðum pensli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=