Ég sé með teikningu

32 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 NEIKVÆTT RÝMI STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að neikvæðum rýmum umhverfis fyrirmyndir og læstum neikvæðum rýmum innan í þeim. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA ALDURSSTIG: Öll • eftirtekt nemenda eftir neikvæðu rými og læstu neikvæðu rými þrívíðra fyrir- mynda • leikni nemenda í að greina neikvæð rými og læst neikvæð rými þrívíðra fyrirmynda • leikni nemenda í að teikna sjálfstætt án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • skilning nemenda á samspili jákvæðra og neikvæðra rýma í mynd • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökunum neikvætt rými og læst nei- kvætt rými • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verkefnisins og leikni í að nota þau í samræðum KVEIKJA Hvað er neikvætt rými? Fjallað er um jákvætt og neikvætt rými í Kveikju í verkefni 1.6 en í þessari kveikju sýnir kennari nemendum nokkrar myndir. Hann spyr þá hvað megi kalla neikvætt og/eða jákvætt rými á myndunum og gefur þeim góðan tíma til að velta því fyrir sér. Kennari aðstoðar nemendur ef á þarf að halda. Á sumum myndanna er verið að leika á áhorfandann með því að gera bakgrunninn, sem venjulega er neikvætt rými að jákvæðu. Mynd 1.8.1 Neikvæð og jákvæð rými. VERK EFNI 1 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=