Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 31 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir geta verið nemendur til skiptis; í stuttermabol og stuttbuxum og/eða þröngum fötum. Einnig má varpa upp myndum af dönsurum, íþróttamönnum eða dýrum, þar sem spenna kemur fram í líkamsformum. • Kol eða blýantar; 2B-8B. • Trönur. • Pappír, að minnsta kosti af stærðinni A1. • Tónlist með hægum en ákveðnum takti, til dæmis reggí. VERKEFNIÐ • Spiluð er tónlist með hægum en ákveðnum takti. • Nemendur standa við trönur, halda aftarlega og laust á teikniáhaldi og það langt frá að þeir geti hreyft höndina frjálst. • Þeir horfa á svæðið sem hvert form mannslíkamans tekur yfir og teikna það með tveimur ákveðnum útlínum og reyna að gera það í takt við tónlistina. • Nemendur draga fram aðalatriðin í lögun formanna og spennuna í hverju þeirra. Þeir geta ímyndað sér að þeir séu í sporum Picasso eða Matisse. • Þeir geta einnig ímyndað sér að þeir séu að teikna útlínur skuggamynda eða gat í vegg líkt og í verk- efni 1.5. • Nemendur fá fjórar mínútur til að teikna hverja stöðu eða ljósmynd í nokkur skipti á meðan þeir eru að ná tökum á taktinum. Síðan þrjár mínútur til að gera tíu til tuttugu teikningar. Nemendur þurfa ekki endilega að halda takti en gagnlegt er að reyna það. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Í hvaða formum er meginlögun vel dregin fram? Í hvaða formum kemur spenna vel fram? Í hvaða formum er þrívídd sýnilegust? • Hvaða áhrif hafði það á teikninguna að teikna svo hratt? • Hvaða áhrif hafði það á teikninguna að hlusta á reglubundna taktinn í laginu? Mynd 1.7.2 Hvert form líkamans teiknað með tveimur útlínum í takt við tónlist. LEITARORÐ Henry Matisse Blue Nude drawings Pablo Picasso Bull Series | dancer swimmer | runner | animals jumping ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=