Ég sé með teikningu

30 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Mynd 1.7.1 Efri mynd Picasso, „Bull Series“ 1945-1946, litografia, neðri mynd Matisse, „Blue nude“ 1952, klippimynd. • auka þekkingu og skilning nemenda á nokkrum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • auka leikni nemenda í að teikna og gera tilraunir út frá kveikju KVEIKJA Hvernig getur hárspenna tengst teikningu? Kennari sýnir nemendum einfalda hár- spennu og biður nemendur að svara spurn- ingunni. Hann sýnir þeim einnig myndir af mönnum og/eða dýrum þar sem spenna er sýnileg, sjá Leitarorð . Picasso gerði ógrynni teikninga af nautum og rannsakaði sjónræna eiginleika þeirra ítarlega. Í myndaröðinni Bull Series má sjá hvernig hann einfaldar smám saman form nautsins og dregur fram meginatriðin í hverju þeirra og spennuna, sjá mynd 1.7.1, t.v. Talað er um spennu í formi þegar gagn- stæðar útlínur þess eru ósamhverfar og takast á og í því býr kraftur. Í hverju formi manns- líkamans er spenna, ekkert þeirra er alveg samhverft. Matisse sagði að hægt væri að túlka þrívíð form mannslíkamans á tvívíðum fleti með því einu að draga um þau tvær vel gerðar útlínur. Formið á lærinu á klippimynd hans, Blue Nude , er gott dæmi um slíkt, útlínurnar eru ósamhverfar og greinileg spenna kemur fram.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=