Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 29 • Velja má um þrennt: 1. Ef pensill og blek er notað halda nemendur aftarlega og laust á penslinum, þrýsta honum niður á teikniflötinn til að teikna breiðari svæði en draga hann laust yfir til að teikna mjórri línur. 2. Ef grafít-duft er notað bera nemendur það á með fingrunum. 3. Ef blóðlitað efni er notað eða olía og mold, bera nemendur það á með fingrum, pensli eða trjágrein sem búið er að breyta í „pensil“. • Nemendur þekja form svæðisins sem fyrirmyndin tekur yfir með breiðum strokum en teikna ekki útlínur. • Útfærsla 1 : Reyndir nemendur geta prófað að byrja að þekja innan frá miðju formsins og fikra sig smám saman út að jöðrunum. • Útfærsla 2 : Reyndir nemendur geta prófað að huga að stefnu og spennu í hverju formi, sjá verkefni 1.7. SPENNA STUTT LÝSING Ögrandi verkefni þar semnemendur beina athyglinni að formum mannslíkamans og spennunni í þeim og draga taktvisst um þau tvær útlínur. Kostur er að hafa unnið verkefni úr 2. kafla áður en þetta verk- efni er unnið. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ Mynd 1.6.4 Teiknað með bleki og mjúkum pensli á brúnan pappír. VERK EFNI 1 7 ALDURSSTIG: Unglingastig • beina athygli nemenda að lögun forma mannslíkamans og spennunni í hverju þeirra • auka leikni nemenda í að greina lögun og spennu forma í mannslíkamanum og yfirfæra á teikniflöt • auka þekkingu og skilning nemenda á hugtakinu spenna • auka leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • auka þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verkefnisins og leikni í að nota þau í samræðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=