Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 27 • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að búa til klippimyndir (sem eru þá jákvæð rými) í anda Lotte Reiniger og gera hreyfimynd (e. stop motion ). Ef verkefnið er unnið með mið- eða unglingastigi Þrívíð fyrirmynd • Nemendur teikna jákvætt rými þrívíðrar fyrirmyndar eða svæðið sem hún tekur yfir í rýminu. • Þeir teikna ekki útlínur fyrirmyndarinnar heldur þekja það jákvæða rými sem hún nær yfir með bleki og breiðum pensli eða flötum krítum eða kolum. • Þeir geta ímyndað sér að þeir séu að teikna skuggamynd hennar eða gatið sem hún hefði myndað í vegg hefði hún farið þar í gegn. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að fylla allan teikniflötinn af gráum tón með grafít- eða koladufti og dregið fram svæðið sem fyrirmyndin nær yfir með strokleðri. • Útfærsla 2 : Reyndir nemendur geta prófað að byrja að þekja svæðið innan í miðju formsins og fikra sig smám saman út að jöðrum þess. • Útfærsla 3 : Reyndir nemendur geta einnig prófað að teikna útlínur fyrir- myndanna ofan á blekteikningar þegar þær hafa þornað og notað til þess olíu- eða þurrkrít. Þeir teikna þá samkvæmt því sem þeir sjá hvort sem línurnar lenda innan eða utan blekteikningarinnar, sjá mynd 1.6.2. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvað var erfiðast við að ímynda sér að þrívíða fyrirmyndin væri flöt skugga- mynd eða gat? • Hvernig gekk að teikna svæðið sem hún náði yfir á teikniflötinn? • Hvaða teikning gefur þrívídd fyrirmyndarinnar best til kynna á tvívíðum teikni- fletinum? Hvernig stendur á því? Mynd 1.6.2 T.v. jákvætt rými beinagrindar teiknað með bleki og stórum pensli. T.h. útlínur beina teikn- aðar ofan á blekteikningu með þurrkrít.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=