Ég sé með teikningu

26 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD VERKEFNIÐ Skuggamynd • Nemendur staðsetja hendur í flóknum stöðum yfir myndvarpa eða framan við sterkt ljós þannig að skuggamyndir varpist á vegg. Þeir skoða þessar tvívíðu myndir af höndum og ræða út frá kveikju. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að setja pappír á vegginn undir skugga af höndum og þekja svæðið sem skugginn nær yfir eða jákvæða rýmið, til dæmis með bleki og breiðum pensli, flatri krít eða kolum. Þeir geta einnig prófað að þekja neikvæða rýmið, svæðið umhverfis skuggann. Mynd 1.6.1 Jákvætt og nei- kvætt rými. KVEIKJA Hvað er jákvætt og neikvætt rými? Hvað geta teiknimyndapersónur sem eiga það til að þjóta í gegnum veggi sagt okkur um það? Sjá leitarorð. Gatið sem þær skilja eftir sig í veggnum er það sem nefnist jákvætt rými. Gatið gefur þá mynd af jákvæða rýminu eða því tvívíða svæði sem teiknimynda­ persónan nær yfir en veggurinn sem umlykur gatið gefur mynd af neikvæða rýminu. Einnig má skoða jákvætt og neikvætt rými með þeim hætti að ef hlutur er settur yfir myndvarpa eða framan við sterkt ljós er skuggi hlutarins tvívíð mynd af þrívíðum hlut. Teikniflötur er tví- víður eins og skuggi. Þess vegna getur verið gagnlegt að ímynda sér að maður sé að teikna skuggamynd hlutarins/fyrirmyndarinnar. Skuggamyndin sjálf kallast jákvætt rými en svæðið sem umlykur skuggamyndina kallast neikvætt rými. Á netinu má sjá dæmi um verk þar sem jákvætt rými fyrirmynda er greinilegt, þar á meðal áhugaverða hreyfimynd (e. stop motion ) um Lotte Reiniger. Sjá leitarorð. • Fyrirmyndir, s.s. beinagrind, stólar, pottaplöntur, ávextir, grænmeti, leir- tau, leikföng eða annað. • Myndvarpi eða annað sterkt ljós. • Ljós pappír að vild. • Blek og breiðir penslar. • Kol, þurrkrít eða olíukrít. • Grafítduft. • Pappír að vild, af stærðinni A3-A1 eða stærri. LEITARORÐ Joseph Beuys drawings | Monassi Kara Walker | Lotte Reiniger stop motion silhouette | cave art Gossamer running through walls ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=