Ég sé með teikningu
1. KAFLI | SKYNJUN 25 SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að teikna útlínur flókins forms handarinnar á glerplötuna? • Gefur tvívíð teikningin á glerplötunni þrívídd handarinnar til kynna? Ef svo er, kom það á óvart? • Hvernig gekk að teikna útlínur flókins forms handarinnar á pappírinn? • Fóruð þið eftir því sem augun sáu? Fannst ykkur einhverjar línur of „ótrúlegar“ til að draga þær? Þurftuð þið að „leiðrétta“ það sem augun sáu, lengja útlínur fingra til dæmis? • Gefur teikningin á flötum pappírnum þrívíða lögun handarinnar til kynna? Ef svo er, kom það á óvart? JÁKVÆTT RÝMI STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að því svæði sem fyrirmyndin nær yfir, með því að ímynda sér að þeir séu að teikna skugga- mynd hennar. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA ALDURSSTIG: Öll VERK EFNI 1 6 • eftirtekt nemenda eftir jákvæðu rými þrívíðra fyrirmynda • leikni nemenda í að greina jákvætt rými þrívíðra fyrirmynda og yfirfæra það á teikniflöt • leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökunum jákvætt og neikvætt rými • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í hlustun, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verkefnisins og leikni í að nota þau í samræðum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=