Ég sé með teikningu

24 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERKEFNIÐ Teiknað á gler • Nemendur setja aðra höndina undir glerplötu og beina fingurgómum upp á við. • Þeir teikna útlínur handarinnar á glerið með töflutússlit (Mynd 1.5.3). • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. Ef verkefnið er unnið með mið- eða unglingastigi: Teiknað á pappír • Nemendur staðsetja eigin hönd nálægt teiknifleti (pappír) og snúa fingurgómum að sér. • Þeir píra augun og teikna útlínur handarinnar rólega á pappírinn og ímynda sér að þeir séu að teikna á glerplötu framan við höndina. • Nemendur einbeita sér að því að taka eftir halla, lengd, lögun og skörun útlínanna og forðast að hugsa um að þeir séu að teikna hönd. Þeir teikna það sem þeir sjá með eigin augum þó það virðist ótrúlegt. • Ef ekki hefur tekist að draga línu samkvæmt því sem augun sáu í fyrstu tilraun er önnur lína dregin yfir, eins oft og þurfa þykir, án þess að stroka út. • Nemendur teikna í 5-10 mínútur, breyta stöðu handar- innar og endurtaka í nokkur skipti (Mynd 1.5.4). • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta prófað að draga útlínurnar hratt, blint og/eða óslitið, sjá verkefni 2.2 og 2.4. • Útfærsla 2 : Nemendur geta prófað að teikna aðrar fyrirmyndir með sömu aðferð. Mynd 1.5.3 Teiknað á glerplötu með töflutússlit eftir eigin hönd staðsettri undir plötunni. Mynd 1.5.4 Teiknað blint, óslitið og rannsakandi með blýanti eftir eigin hönd sem er í flóknum stöðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=