Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 23 Mynd 1.5.1 Dóra úr Disney- kvikmyndinni Finding Nemo. EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru hendur nemanda. • Glerplötur. • Töflutússlitir. • Blýantar, HB-4B. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3. KVEIKJA Hér má nota myndir og fyrstu efnisgrein úr Kveikju í verkefni 1.3 ásamt eftirfarandi atriðum: Hver er einfaldasta leiðin til að teikna útlínur fyrir- mynda? Ef einhver tími líður milli þess að við horfum á fyrirmynd og drögum línur á teikniflöt hættir okkur til að gleyma því sem við sáum, við getum verið fljót að gleyma eins og Dóra á mynd 1.5.1. Vitið þið hvað var að hrjá Dóru? Hún gleymdi því sem hún var með fyrir framan sig um leið og hún sneri frá því. Sama gildir þegar við erum ekki með fyrirmyndina fyrir augum okkar, þá er líklegt að við munum ekki lengur eftir útlínum hennar þegar við teiknum hana. Til að minnka líkur á því, er hægt að nota glerplötu. Þegar teikna á hönd, er glerplatan lögð yfir hana og fingrum beint upp á við. Þá getum við dregið útlínur handarinnar upp á glerið um leið og við horfum. Glerplatan gerir okkur auðvelt fyrir að gera tvívíða útlínuteikningu af flókinni þrívíðri fyrirmynd. Gagnlegt er að hafa fyrirmynd og teikniflöt það nálægt hvort öðru að við getum horft á bæði í einu án þess að snúa höfðinu. Þá líður stuttur tími milli þess að við horfum á sjónræna eiginleika fyrir- myndarinnar og teiknum þá á teikniflötinn og þar með verða minni líkur á að við gleymum eða að skekkjur komi upp. Leonardo da Vinci var mikilhæfur teiknari eftir gríðarlega ástundun og þjálfun. Á mynd 1.5.2 má sjá hvernig hann rannsakaði hendur í ákveðnum stöðum til undirbúnings fyrir málverk. Mynd 1.5.2 Leonardo da Vinci (1474). Study of Hands. LEITARORÐ: Leonardo da Vinci study ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=