Ég sé með teikningu
216 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Námsefninu Ég sé með teikningu er ætlað að efla nemendur í teikningu og sköpun og gera þá hæfa til að teikna eftir fyrirmyndum sem og eftir eigin ímyndun. Að þeir geti lýst þeim raunveruleika sem þeir skynja og sett eigin sjónræna hugsun fram á frumlegan hátt í tengslum við eigin markmið. Námsefnið er sett fram sem hugmyndabanki sem inniheldur efnivið fyrir kennara til að búa nemendum aðstæður eða vettvang fyrir upplifun þar sem þeir læra í gegnum eigin reynslu. Þeir efla með sér sjónræna rannsókn á umhverfi, tengingu hennar við hreyfingu handar, auka þekkingu sína og skilning á sýnilegu umhverfi og örva ímyndunarafl sitt. Námsefnið byggist upp af sex köflum sem hver um sig miðar að ákveðinni hæfni í teikningu og sköpun. Fyrsti kafli, Skynjun , miðar að því að nemendur nýti skynfærin til að rannsaka eigið umhverfi. Annar kafli, Hreyfing , miðar að því að þeir hreyfi teikniáhald í samræmi við rannsókn sína. Í þriðja og fjórða kafla, Birtu og Dýpt, er stefnt að því að nemendur efli með sér þekkingu og skilning á sýnilegu umhverfi og í fimmta kafla, Ímyndun, er sérstök áhersla lögð á að þeir virki ímyndunarafl sitt og sköpunarkraft. Sjötti kafli, Rýni til gagns , miðar að því að nemendur ígrundi og meti eigin og annarra verk og vinnuferli og setji þau í samhengi við verk listamanna. MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 Höfundur námsefnisins er Björg Eiríksdóttir kennari og myndlistarmaður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=