Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 21 EFNI OG ÁHOLD • Fyrirmyndir eru smáir lífrænir hlutir, s.s. dauðar flugur, köngulær, fiðrildi, poppkorn, hnetur eða rúsínur. • Stækkunargler. • Borðlampar með hreyfanlegum hálsi. • Vel yddaðir blýantar (HB-2B). • Pappír með lítilli áferð, að minnsta kosti af stærðinni A3. VERKEFNIÐ • Nemendur velja smáa fyrirmynd sem vekur áhuga þeirra og setja hana á hvítan grunn og beina lampaljósi að henni. • Þeir horfa á hana í gegnum stækkunargler og gefa sér góðan tíma til að rannsaka hvert smáatriði (Mynd 1.4.3). Þeir líkja eins nákvæmlega og þeim er unnt eftir öllum þeim sjónrænu eiginleikum sem þeir koma auga á og teikna í margfaldri stærð. • Nemendur eru hvattir til að skoða fyrirbærið og hugsa um hugtök eins og lína, form áferð og stærðarhlutföll meðan á rannsókninni stendur. • Nemendur geta haldið á stækkunarglerinu eða fest það niður með kennaratyggjói eða leir. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. sjónrænum eiginleikum hennar mikla athygli. Í leiðinni getum við komist að ein- hverju nýju og/eða óvæntu um hana. Maria Sibylla Merian (1647-1717) var myndlistamaður sem stundaði merkilegar líffræðirannsóknir. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á lífríkinu í kringum sig, rækt- aði til dæmis silkiorma og safnaði lirfum þegar hún var unglingur. Maria skoðaði lífverur af athygli og gerði mjög fíngerðar og nákvæmar teikningar af þeim og skrif- legar lýsingar á lífsháttum þeirra. Þannig runnu listir og vísindi saman í eitt í verkum hennar. Hún uppgötvaði til dæmis myndbreytingu fiðrilda, gerði sér fyrst manna grein fyrir tengslum lirfu, púpu og fiðrildis. Á mynd 1.4.2 má sjá eina af teikningum hennar í tengslum við myndbreytingu. Vísindamenn hafa í gegnum tíðina notað teikningu í rannsóknum sínum og gera það enn. Í gegnum teikningu geta þeir aukið þekkingu sína og skilning á þeim fyrir- bærum sem þeir eru að rannsaka. LEITARORÐ Holometabolism butterflies | Bernhard Siegfried Albinus drawings | Franz Bauer Giandomenico Cassini moon drawings | Charles Darwin drawings Albrecht Dürer nature drawings | Robert Hooke drawings Andrew Marr Why is drawing important? (Brioni Marshall) | Maria Sibilla Merian Leonardo da Vinci research | John White drawings animals ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=