Ég sé með teikningu

20 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERK EFNI 1 4 RANNSAKAÐ MEÐ TEIKNINGU STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að sjónrænum eiginleikum fyrir­ mynda með því að nota mjög smáar fyrirmyndir og rannsaka hvert smáatriði í gegnum stækkunargler. Gagnlegt getur verið að vinna nokkur verkefni úr 3. kafla áður en þetta verkefni er unnið. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ ALDURSSTIG: Öll Mynd 1.4.1 Stækkuð mynd af appelsínukjöti. Mynd 1.4.2 Teikning Mariu Sibyllu Merian af myndbreyt- ingu fiðrilda. KVEIKJA Hvaða gagn geta vísindamenn haft af teikningu? Kennari sýnir nemendum stækk- aða mynd af appelsínukjöti og biður þá að giska af hverju myndin er (Mynd 1.4.1). Við getum komist að ýmsu nýju og/eða óvæntu um hluti ef við skoðum þá mjög vel. Þegar við teiknum eftir fyrirmynd þurfum við að horfa mjög vel á hana og veita • auka eftirtekt nemenda eftir sjónrænum eiginleikum fyrirmynda • auka leikni nemenda í að greina sjón- ræna eiginleika fyrirmynda og yfirfæra þá á teikniflöt • auka leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • rannsaka sjónræna eiginleika fyrir- mynda af nákvæmni og auka þekkingu nemenda á þeim • auka leikni nemenda í að teikna og gera tilraunir út frá kveikju • auka þekkingu og skilning nemenda á nokkrum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • auka leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • auka þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verk- efnisins og leikni í að nota þau í sam- ræðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=