Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 19 Mynd 1.3.2 Teiknað með blýanti eftir innvolsi appelsínu. Mynd 1.3.4 Teiknað með gouache-lit og fingrum á svartan pappír eftir fyrirmynd með hámarks skerpu sem snúið er á hvolf. Mynd 1.3.3 Teiknað með blýanti eftir teikningu Matisse sem snúið er á hvolf. VERKEFNIÐ • Nemendur teikna þær línur og form sem þeir sjá á fyrirmyndinni og fá til þess góðan tíma. • Ef teiknað er eftir smágerðum fyrirmyndum eins og innvolsi appelsínu er gott að nota lýsingu svo smáatriði sjáist vel, sjá mynd 1.3.2. • Ef teiknað er eftir fyrirmynd á hvolfi má ekki snúa henni við fyrr en teikningin er tilbúin, sjá mynd 1.3.3. • Ef teiknað er eftir ljósmynd með hámarks skerpu má bera hvítan gouache-lit á svartan grunn með fingrunum, sjá mynd 1.3.4. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært í þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvaða aðferðum fannst ykkur best að beita þegar þið voruð að líkja eftir fyrirmyndinni? Var það erfiðara eða léttara en þið bjuggust við? • Um hvað voruð þið að hugsa á meðan þið voruð að teikna? Hvaða aðferðum fannst ykkur best að beita til að áætla staðsetningu forma og lína í myndinni? Varð teikningin lík fyrirmyndinni? Ef svo er, kom það á óvart? • Er gagnlegt/truflandi að vita ekki fyrir fram hvernig fyrirmynd á að líta út? Hvers vegna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=