Ég sé með teikningu

18 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 eftirmynd af hönd frá þessu sjónarhorni. Til þess að geta teiknað sannfærandi eftir- mynd af fyrirmynd er lykilatriði að horfa vel, trúa eigin augum og hundsa tákn- myndina (þá sem við höfum í huga okkar), jafnvel þó það sem við sjáum virðist ekki vera rétt við fyrstu sýn, sjá mynd 1.3.1. Við getum æft okkur í að forðast áhrif fyrri þekkingar og táknmynda á teikniferli með ýmsum aðferðum. Til dæmis með því að teikna eftir fyrir- myndum sem við „vitum“ ekki fyrir fram hvernig „eigi“ að líta út, sem við eigumekki táknmyndir af í huga okkar. Þá er ekki annað í boði en að treysta á sjónskynjunina, trúa eigin augum. Gagnlegt getur verið að ímynda sér að maður hafi aldrei nokkurn tíma séð það sem maður er að teikna áður og rannsaka fyrirmyndina af forvitni líkt og landkönnuður skoðar ónumið land eða skordýrafræðingur áður óþekkta bjöllutegund. Mynd 1.3.1 Hendur frá tveimur sjónarhornum. LEITARORÐ: Matisse drawings Picasso drawings Egon Schiele drawings David Hockney drawings EFNI OG ÁHÖLD • Fyrirmyndir eru hlutir sem nemendur vita ekki fyrir fram hvernig „eigi“ að líta út: 1. Línur í lófa, beyglað bréf, blettótt tuska, mosi á steini, innviðir rifinnar appelsínu eða papriku, framandi vélarhlutar, rafeindavarahlutir, sprungin gangstéttarhella, sveskja, poppkorn eða ókunnuglegt verkfæri. 2. Teikningar listamanna sem hafa þann eiginleika að ef þeim er snúið á hvolf sést ekki hvert myndefnið er, eins og línuteikningar eftir Matisse, Picasso, Egon Schiele eða David Hockney. Sjá mynd 1.3.3. 3. Ljósmyndir sem búið er að auka skerpuna á þannig að einungis svartir og hvítir fletir eru eftir og sem hafa þann eiginleika að ef þeim er snúið á hvolf sést ekki hvert myndefnið er. Sjá mynd 1.3.4. • Teikniáhöld að vild, hvítur gouache- eða akríllitur ef fyrirmyndir úr 3. lið eru not- aðar. • Pappír að vild, að minnsta kosti af stærðinni A3 fyrir lið 1 og 2. • Dökkur pappír ef fyrirmyndir úr 3. lið eru notaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=