Ég sé með teikningu

1. KAFLI | SKYNJUN 17 KVEIKJA VERK EFNI 1 3 ALDURSSTIG: Öll • eftirtekt nemenda eftir sjónrænum eiginleikum fyrirmynda • leikni nemenda í að greina sjónræna eiginleika fyrirmynda og yfirfæra þá á teikniflöt • leikni nemenda í að teikna án þess að fyrri þekking á fyrirmynd trufli • leikni nemenda í að teikna og gera til- raunir út frá kveikju • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verk- efnisins og leikni í að nota þau í sam- ræðum AÐ TRÚA EIGIN AUGUM – HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ? Þegar við erum að teikna eftir fyrirmynd viljum við oftast að teikningin verði sann- færandi eftirmynd af henni. En það getur haft neikvæð áhrif á teikninguna að fylgj- ast of mikið með því hvort það sem er að gerast á teiknifletinum sé „rétt“ á meðan við erum að teikna. Mun gagnlegra er að einbeita sér að því að teikna samkvæmt því sem við sjáum. Þegar við erum að teikna eftir fyrirmyndum sem við þekkjum, eins og mannslíkama til dæmis, er hætta á að við viljum frekar teikna samkvæmt því sem við teljum okkur vita um mannslíkamann eða samkvæmt táknmyndinni af honum í huga okkar en samkvæmt því sem við sjáum í raun og veru. Okkur getur reynst erfitt að trúa eigin augum. Segjum sem svo að við ætlum að teikna hönd og horfum beint framan á fingurgóm- ana. Samkvæmt táknmyndinni eru útlínur fingra nokkuð langar en frá okkar sjónar- horni eru þær mjög stuttar. Ef við pössum okkur ekki getur okkur fundist við þurfa að „leiðrétta“ það sem sjónskynjunin segir okkur, af því að við teljum okkur „vita“ betur. Þá teiknum við útlínurnar of langar og teikningin verður ekki sannfærandi ÓÞEKKT FYRIRMYND STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að sjónrænum eiginleikum fyrirmynda og forðast áhrif táknmynda á teikniferli. Það er gert með því að nota fyrirmyndir sem nemendur geta ekki vitað fyrir fram hvernig „eigi“ að líta út. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=