Ég sé með teikningu

6. KAFLI | RÝNI TIL GAGNS 163 KVEIKJA OG VERKEFNIÐ • Nemendur skoða tvö verk í einu, í fimm til tíu manna hópum, jafnvel stærri og ræða um þau út frá fyrri hluta Samræðuspurninga hér fyrir neðan. • Nemendur fá langan tíma til að hugsa og ræða möguleg svör. Kennari getur tekið þátt í samræðum og komið með fræðslu um einstaka höfunda eða verk en gefur engin endanleg svör. Engar hugmyndir eða hugleiðingar eru slegnar út af borðinu, allar má ræða þó þær tengist verkunum aðeins óljóst. • Nemendur geta tjáð sig um hvað eina sem þeim kemur í hug þegar þeir skoða verkin. Það getur verið í tengslum við efni, áhöld, aðferðir, framsetningu myndefnis, mynd- byggingu, tjáningu, merkingu eða annað. • Nemendur velta fyrir sér tilganginum að baki verkanna. • Nemendur leitast við að taka virkan þátt í samræðunum, hlusta, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað er líkt og/eða ólíkt með þessum tveimur verkum? • Hvað eru höfundar þeirra að segja? • Hver er tilgangurinn að baki verkanna? Að lokum ræða nemendur um verkefnið út frá eftirfarandi samræðuspurningum . • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hugleiðið þið hvaða markmið þið hafið þegar þið byrjið á teikningu? Þarf þess? • Skiptir máli hvaða efni, áhöld, aðferðir og framsetningu myndefnis þið veljið þegar þið gerið teikningu? Hvers vegna? • Útfærsla : Þegar nemendur hafa fengið þjálfun í að skoða og ræða um nokkur pör verka, geta þeir einstaklingslega eða tveir og tveir saman, fundið tvö verk, sem eiga ákveðið sameiginlegt en annað ekki. Meta það fyrst sjálfir og leggja síðan fram fyrir bekkjarfélaga sína til umræðu eða leggja fram beint.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=