Ég sé með teikningu

162 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 TJÁNING OG MERKING STUTT LÝSING Nemendur ræða saman um hvað liggur að baki verka nokkurra myndlistarmanna og hönnuða. Þeir skoða tvö og tvö verk í einu og velta fyrir sér hvað sé líkt og ólíkt með þeim. Opið er fyrir samræðu sem tengist verkunum beint eða út fyrir þau. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ ALDURSSTIG: Unglingastig VERK EFNI 6 5 • virkja ímyndunarafl nemenda og auka leikni þeirra í samræðum um það sem þeim kemur í hug þegar þau skoða mis- munandi teikningar • auka þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum til tjáningar í mynd- list • auka þekkingu og skilning nemenda á áhrifum vals listamanna og hönnuða á efnum, áhöldum, aðferðum og efniviði á þá tjáningu og merkingu sem lesa má úr verkum þeirra • auka leikni nemenda í að lesa í merkingu nokkurra myndlistar- og hönnunarverka og velta fyrir sér tilganginum að baki þeim • auka leikni nemenda í að ræða saman um verk listamanna og hönnuða af sann- girni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu • auka þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verk- efnisins og leikni í að nota þau í sam- ræðum EFNI OG ÁHOLD Nokkur myndapör af verkum eftir listamenn og/eða hönnuði þar sem verkin hafa bæði eitthvað sameiginlegt og eitthvað sem greinir þau að í tengslum við efni, áhöld, aðferðir, tjáningu, tilgang eða merkingu, sjá myndapör í leitarorðum. LEITARORÐ Ótal möguleikar, til dæmis: Bjargey Ólafsdóttir ísbjörn | John White flying fish Rembrandt elephant | Dürer hare Calatrawa Turning Torso scetch | Davinci Watermill scetch Dior Davie Downton | Costume design The Musketeers Her Majesty’s Theatre 1898 Charlie Ford physical drawing | Patryck Neu glass Gaudi wire | Kristján Guðmundsson teikning blý Dürer Rhinoceros | Victor Hugo ink octopus Kathe Kollwiz woman with dead child | Jan Yoors drawing Darwin finches | Picasso cock Michelangaelo study risen Christ | egyptian canon of proportion ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=