Ég sé með teikningu

6. KAFLI | RÝNI TIL GAGNS 161 • Kennari hnykkir á lykilhæfni og -hugtökum í tengslum við viðfangsefnin og bendir einnig á tengsl við verk listamanna. • Kennari er vakandi fyrir hvert samræðan leiðir hópinn, hún getur færst frá teikn- ingunum að rökræðu um teikningu eða sjónlistir eða annað sem tengist þeim aðeins lauslega. Eftirfarandi aðferðir nýtast til þess að koma samræðum af stað: • Kennari spyr spurninga úr Samræðuspurningum þeirra verkefna sem unnin voru eða vekur máls á einhverju sem hann tekur eftir í teikningunum og nemendur tjá sig að vild inn á milli. • Hver nemandi tiltekur eitt atriði sem honum finnst gott í eigin teikningu og eitt atriði sem hann hefði viljað gera öðruvísi. Aðrir tjá sig að vild inn á milli. • Hver nemandi tiltekur eitt atriði sem honum finnst gott í teikningunni við hliðina á sinni og þannig er haldið áfram þar til rætt hefur verið um allar teikningar. Aðrir nemendur tjá sig að vild inn á milli. Fyrir eldri nemendur, aðferðir sem þarf að undirbúa og gefa góðan tíma. • Hver nemandi ákveður eitt til tvö atriði sem hann vill segja um teikningar allra hinna, sem er uppbyggileg gagnrýni. Ein teikning er síðan tekin fyrir í einu og allir tjá sig um hana. Þannig er haldið áfram þar til fjallað hefur verið um allar teikningar. Orðið er gefið laust ef einhverjum dettur eitthvað í hug í tengslum við samræðurnar. • Tveir og tveir nemendur ákveða í sameiningu eitt til tvö atriði sem þeir vilja segja um teikningar hinna nemendanna. Ein teikning er síðan tekin fyrir í einu og haldið áfram þar til fjallað hefur verið um allar teikningar. Orðið er gefið laust ef ein- hverjum dettur eitthvað í hug í tengslum við samræðurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=