Ég sé með teikningu
160 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 YFIRFERÐ, JAFNINGJAMAT STUTT LÝSING Nemendahópurinn og kennari ræða saman um verk allra nem- enda. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Mynd 6.4.1 Jafningjamat í lok kennslustundar. ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig. • leikni nemenda í að meta eigin verk og annarra • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk í virku samtali við kennara og aðra nem- endur • leikni nemenda í að setja verk sín í sam- hengi við verk listamanna og annarra nemenda • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu af sann- girni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast viðkomandi verkefnavinnu og leikni í að nota þau í samræðum • leikni nemenda í að nýta það sem þeir komast að við ígrundun í áframhaldandi vinnu VERKEFNIÐ • Þegar nemendur hafa lokið við eitt eða fleiri verkefni er öllum teikningum sem unnar voru af nemendahópnum komið fyrir þannig að nemendur hafi yfirsýn yfir þær allar. • Nemendur og kennari gefa sér góðan tíma til að ræða saman og meta í sameiningu vinnuferli og/ eða afrakstur hvers og eins. • Teikningar nemenda eru rammi fyrir samræður hópsins sem hann tekur sameigin- lega ábyrgð á. Allir taka virkan þátt, lýsa því sem þeir sjá í teikningunum, benda á það sem vel er gert, gefa ráð um mögulegar breytingar til hins betra og benda á tengsl við listamenn eða annað sem þeim dettur í hug. • Leitað er leiða til þess að bæta teikningar fremur en að meta gæði þeirra miðað við aðrar og fjallað er um það sem nemendur vilja ná fram í ákveðnum teikningum fremur en um hvernig þær ættu að vera. • Samræðan þarf að einkennast af sanngirni, virðingu, tillitsemi og umhyggju og styðja þarf skoðanir rökum. VERK EFNI 6 4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=