Ég sé með teikningu

16 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 LEITARORÐ: image texture Mynd 1.2.1 Teiknað samkvæmt lýsingu. Mynd 1.2.2 Teikning samkvæmt munn- legri lýsingu á fyrirmynd. EFNI OG ÁHÖLD • Fyrirmyndir eru smáhlutir, s.s. skeljar, könglar, ritföng, tvinna- kefli og taflmenn eða hlutir sem ekki hafa þekkt form s.s. bútar af trjágreinum, steinvölur, uppvafnir bandspottar eða beygluð hnoðleður. Það er einnig tilvalið að fá nemendur til að koma með smáhluti að heiman til að vinna með í verkefninu. • Blýantar og pappír. VERKEFNIÐ • Tveir og tveir nemendur vinna saman. • Annar nemandinn velur sér hlut úr safni smá- hluta til að lýsa, án þess að félagi hans sjái til og tekur sér stöðu fyrir aftan hann. Hann lýsir sjón- rænum eiginleikum hlutarins fyrir félaga sínum eins nákvæmlega og hann getur án þess að nefna hlutinn á nafn. Hann notar sjónræn orð eins og lína, stutt, langt, hallandi, lárétt, bogadregið, beint, ferkantað, hringlaga, ofan við, neðan við, í miðj- unni, mjúkt, oddhvasst o.s.frv. • Hinn nemandinn teiknar samkvæmt lýsingunni. • Sá sem lýsir má fylgjast með því sem gerist á teiknifletinum, bregðast við því og leiðbeina eftir þörfum. • Þegar teikningarnar eru tilbúnar skoða nemendur þær ásamt fyrirmyndunum og ræða saman, sjá samræðuspurningar. • Nemendur skipta um hlutverk og endurtaka leikinn eins oft og þurfa þykir. • Nemendur skoða teikningarnar og fyrirmyndirnar og ræða saman. • Útfærsla : Nemendur geta prófað að teikna sjálfir fyrirmyndirnar sem þeir lýstu fyrir samnemanda sínum og haft þær fyrir augunum á meðan. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig gekk að lýsa hlutnum þannig að sá sem teiknaði gæti nýtt sér það? • Hvernig gekk að teikna samkvæmt lýsingunni? Var þetta erfitt? Hvers vegna/ hvers vegna ekki? Var auðvelt/erfitt að finna orð til að lýsa útliti hlutarins? • Hvað er líkt og ólíkt með fyrirmynd og teikningu? Varð teikningin sannfærandi eftirmynd af fyrirmynd? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Hverju hefði það breytt fyrir þann sem teiknaði að fá að horfa á fyrirmyndina? • Hvernig hefði það getað auðveldað þeim sem lýsti hlutnum að mega segja hvaða tilgangi hluturinn þjónar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=