Ég sé með teikningu

6. KAFLI | RÝNI TIL GAGNS 159 SJÁLFSMAT STUTT LÝSING Nemendur meta eigin verk og vinnuferli skriflega og í samtali við kennara. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 6 3 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig. • leikni nemenda í að meta eigin verk og vinnuferli • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk og vinnuferli í virku samtali við kennara • leikni nemenda í að setja verkefni sín í samhengi við verk listamanna, • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu af sann- girni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast viðkomandi verkefnavinnu og leikni í að nota þau í samræðum • leikni nemenda í að nýta það sem þeir komast að við ígrundun í áframhaldandi vinnu VERKEFNIÐ • Eftir ákveðna vinnulotu, önn eða skólaár útbýr kennari sjálfsmatseyðublað í sam- ræmi við það sem nemendur hafa fengist við á tímabilinu. Gott er að það saman- standi af þrenns konar spurningum: 1. Spurningum í tengslum við markmið og hæfniviðmið. • Kennari semur spurningarnar út frá markmiðum og/eða hæfniviðmiðum þeirra verkefna sem nemendur hafa unnið. Hann leitast við að orða spurn- ingarnar þannig að nemendur skilji hvað átt er við. Sjá markmið verkefna undir hverju og einu verkefni og hæfniviðmiðatöflu á bls. 164. Kennari getur einnig valið spurningar úr spurningalista, sjá bls. 177. 2. Hugtakaspurningum. • Kennari velur hugtök í tengslum við þau verkefni sem nemendur hafa unnið, sjá á bls. 173. 3. Opnum spurningum. • Sjá á bls. 174. Dæmi: Ef nemendur á unglingastigi hafa unnið verkefni 1.1. gæti eyðublaðið litið svona út, sjá á bls. 175. • Nemendur vinna eyðublaðið skriflega og ræða síðan einslega við kennara um það sem þar kemur fram og annað það sem upp kann að koma í samtalinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=