Ég sé með teikningu

158 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 SÝNING Á VERKUM STUTT LÝSING Valið er úr verkum nemenda og þau hengd upp til sýningar. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA • leikni nemenda í að meta eigin verk • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk í virku samtali við kennara og aðra nem- endur • leikni nemenda í að setja verk sín í sam- hengi við verk annarra nemenda • leikni nemenda í uppsetningu sýningar • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu af sann- girni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast viðkomandi verkefnavinnu og leikni í að nota þau í samræðum ALDURSSTIG: Öll VERKEFNIÐ Mikilvægt er að veita verkum nemenda athygli og viðurkenningu með því að hengja teikn- ingar þeirra sem oftast upp á vegg og sýna þær fleirum en nemendahópnum. Þannig gefst nemendum kostur á að meta gildi eigin verka og annarra nemenda úr fjarlægð í tíma og rúmi og á að fá viðbrögð frá öðrum. • Í samráði við kennara velja nemendur teikningar til að hengja upp í lok hvers tíma eða með lengra millibili. • Valið er út frá því hvort ákveðnum markmiðum eða hæfni tengdum verkefni eða vinnulotu hefur verið náð og/eða út frá því hverju nemendur eru stoltastir af eða ánægðastir með. Aðrir nemendur geta aðstoðað við valið. Leitast er við að færa rök fyrir valinu. • Verkin eru höfð til sýningar í nokkra daga eða vikur, ýmist í kennslustofu eða á fjöl- farnari stöðum. Sýningar geta bæði verið óformlegar eða formlegar þar sem fólki boðið. • Vandað er til uppröðunar verka og leitast við að skapa áhugaverða heildarmynd. VERK EFNI 6 2 Mynd 6.2.1 Verk nemenda hengd upp á vegg í kennslustofu, frammi á gangi og í sýningarsal.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=