Ég sé með teikningu

6. KAFLI | RÝNI TIL GAGNS 157 nemandinn forsendur til að veita sjálfum sér slíka endurgjöf. Nemandinn er hvattur til að nýta sér það sem hann komst að í áframhaldandi vinnu. Eftirfarandi vinnubrögð eru gagnleg: • Nemendur horfa á það sem gerist á teiknifletinum með því að stíga skref aftur á bak öðru hvoru eða teikna með útréttri hönd. • Þegar margar teikningar eru unnar í sömu kennslustund er breitt úr tilbúnum teikn- ingum eða þær hengdar upp, jafn óðum og þær klárast. Nemendur virða fyrir sér eigin teikningar og annarra á meðan þeir vinna að nýjum. • Stutt hlé eru gerð öðru hvoru til að skoða og ræða þær teikningar sem eru tilbúnar eða verið er að vinna að. Í lok vinnulotu Nemandi og kennari skoða og ræða saman um allar teikningar semnemandinn hefur lokið við eftir ákveðna vinnulotu, önn eða skólaár. Þeir leitast við að fá yfirsýn yfir frammistöðu nemandans, gildi verkanna og það teikninám sem hefur farið fram. Til hliðsjónar í sam- talinu má hafa markmið námsefnisins og hæfniviðmið úr aðalnámskrá en hafa jafnframt opið fyrir annað sem upp kann að koma í samtalinu. Gagnlegt er að ræða um eftirfarandi atriði en aðlaga þau að viðkomandi nemanda: • Hvar er ákveðin hæfni sýnileg? • Hvar má sjá framfarir og í hverju felast þær? • Hvað vakti mestan áhuga nemandans og hvers vegna? • Hverjir eru styrkleikar hans? • Hvað mætti hann bæta og hvernig? • Hvaða teikningar ætti að velja til að hengja upp á vegg og sýna? • Hverju er nemandinn stoltastur af í tengslum við verk eða vinnuferli? • Hvað vill nemandinn þróa áfram eða leggja áherslu á í framhaldinu? • Hver gætu næstu skref orðið? • Hvar má sjá tengsl við verk listamanna og hver eru þau? Með reyndari nemendum: • Hvar eru sérkenni í teiknistíl nemandans sýnileg og hver eru þau? Mynd 6.1.2 Mat á eigin verkum í lok annar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=