Ég sé með teikningu

156 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 RÝNI TIL GAGNS STUTT LÝSING Á VIÐFANGSEFNI KAFLANS Í verkefnum þessa kafla meta nemendur verk sín, vinnuferli og nám í samtali við kennara og aðra nemendur. HÆFNIVIÐMIÐ Á bls. 164 má sjá hvaða hæfniviðmið heyra undir hvert og eitt verkefni. LEIÐSAGNARMAT STUTT LÝSING Nemandi og kennari ræða saman um verk nemenda og vinnu- ferli á meðan á vinnu stendur eða í lok vinnulotu. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA KAFLI 6 Mynd 6.1.1 Mat á teikningum á meðan á verkefnavinnu stendur • leikni nemenda í að meta eigin verk og vinnuferli • leikni nemenda í að fjalla um eigin verk og vinnuferli í virku samtali við kennara • leikni nemenda í að setja verk sín í sam- hengi við verk listamanna • leikni nemenda í að hlusta, tjá skoðanir sínar og færa rök fyrir máli sínu af sann- girni og virðingu • þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast viðkomandi verkefnavinnu og leikni í að nota þau í samræðum ALDURSSTIG: Öll VERKEFNIÐ Á meðan á vinnu stendur Kennari ræðir við hvern nemanda um framvindu verkefnanna allt frá upphafi þar til hann hefur lokið við hverja teikningu. Hann bendir nemendum á þegar ákveðin hæfni sem markið var sett á, kemur í ljós. Kennari getur notað Sam- ræðuspurningar verkefnanna í þeim tilgangi. Hann er vakandi fyrir því þegar eitthvað áhuga- vert eða jákvætt gerist í vinnu- ferli nemandans og ræðir um það við hann, jafnvel þó það tengist markmiðum verkefnisins óbeint. Eftir því sem á námið líður öðlast VERK EFNI 6 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=