Ég sé með teikningu
5. KAFLI | ÍMYNDUN 155 yfir teikniflöt á hjóli, teiknað í snjó, hengt ótal þræði upp í loftið, lýst á krumpað blað, tekið ljósmynd af því þegar vatni er hellt úr flösku, tekið hreyfimynd af því þegar höfuð er hrist og svo framvegis. Kennari gefur nemendum ekki þessi dæmi en gefur þeim góðan tíma til að fá fram hugmyndir, ræða þær, þróa og framkvæma. • Nemendur verja að minnsta kosti 80 mínútum í verkefnið. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Var auðvelt/erfitt að vinna þetta verkefni? Hvað gerði það að verkum? • Hvaða hugmyndir kviknuðu? Hvað kveikti hugmyndirnar? Kviknuðu hug- myndir í tengslum við verkin sem voru skoðuð? Hvaða hugmyndir og hvaða verk? • Hvernig fór hópurinn að því að koma sér saman um hugmynd, móta hana og framkvæma? • Hvers vegna völduð þið þessa hugmynd? Hvernig þróaðist hún? Hvernig framkvæmduð þið hana? • Hvaða efni, áhöld og aðferðir notuðuð þið sem þið hafið ekki notað áður? Hvernig gerðuð þið það? • Gerðist eitthvað í sköpunarferlinu sem hefði ekki gerst ef þið hefðuð unnið eitt og eitt? Útskýrið. • Er afraksturinn frumlegur eða áhugaverður? Útskýrið. • Er afraksturinn teikning? Hvað gerir það að verkum? Hvað er teikning? Hvað gerir sá sem teiknar? Mynd 5.9.3 Teiknað á þann hátt að nemandi er vafinn plasti og málaður með gouache lit. Hann veltir sér síðan eftir teiknifleti á gólfi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=