Ég sé með teikningu
5. KAFLI | ÍMYNDUN 153 Mynd 5.9.1. T.v. fyrir ofan Measuring the Universe eftir Roman Ondak, t.h. fyrir ofan hvítar steinvölur í hring, t.h. fyrir neðan appelsína fellur í vatn, t.v. fyrir neðan far eftir manneskju í snjó, t.h. fyrir neðan jarðskjálftamælir. • Getur það talist teikning þegar menn á forsögulegum tíma blésu dýrablóði á hellisveggi í gegnum holt bein? • Er hægt að teikna á hrísgrjón, í snjó, á jökul eða í loftin blá? • Getur far eftir fingur í móðu á gleri kallast teikning þó það hverfi fljótt? • Þarf að hreyfa teikniáhald með hönd? Þarf teiknari að hreyfa það? Þarf mann- eskja að koma við sögu? • Getur far sem myndast á vegg eftir strá í vindi kallast teikning eða formið sem gæsir mynda í oddaflugi? • Getur það talist teikning ef vindur, plötuspilari eða jarðskjálfti hreyfa teikni- áhald? • Getur teikning verið þrívíð? • Er hægt að teikna með ljósi, vír, gufu eða rafmagni? • Hvað er teikning í innsta eðli sínu? Sameiginlegt með þeim verkum sem nemendum eru sýnd er að þar er hreyfing gerð sýnileg . Kennari leitast við að beina nemendum í átt að þeirri skilgreiningu en kemur ekki frammeð hana fyrr en í lok samræðunnar, ef nemendur hafa ekki komist að niður stöðu um hana áður. Nemendur geta einnig verið á annarri skoðun og það er í góðu lagi en þurfa þá að færa rök fyrir máli sínu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=