Ég sé með teikningu

152 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 HVAÐ ER TEIKNING? STUTT LÝSING Nemendur ræða saman um hvað felst í hugtakinu teikning út frá nokkrum óhefðbundnum teikningum. Þeir vinna síðan í litlum hópum að því að finna leiðir til að teikna án þess að nota neitt af þeim efnum, áhöldum eða aðferðum sem þeir hafa áður notað og án þess að nota hendurnar. Gagnlegt er að hafa unnið þó nokkuð mörg önnur verkefni áður en þetta verkefni er unnið. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA • leikni nemenda í samræðum um teikn- ingar • þekkingu og skilning nemenda á hugtak- inu teikning • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum í teikningu • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum óhefðbundnum teikningum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í að vinna frá hugmynd að lokaverki í samvinnu við aðra • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast verkefnum kaflans og leikni í að nota þau í samræðum Kennari sýnir nemendum nokkrar myndir, til dæmis þær sem eru á myndum 5.9.1 ásamt fleirum semmá finna í leitarorðum. Gagnlegt er að skoða sem flest verk af ýmsu tagi. Kennari spyr eftirfarandi spurninga og gefur nemendum góðan tíma til að hugsa og ræða saman. • Er þetta teikning? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? • Hvað er teikning? • Kennari svarar þessum spurningunum ekki beint en getur tekið þátt í sam- ræðunum og leitast við að fá nemendur til að skilgreina hugtakið teikning fyrir sjálfum sér. Hann getur komið með eftirfarandi spurningar eftir þörfum. • Getur það talist teikning ef teiknað er með öðru en blýanti eða á annað en pappír? KVEIKJA VERK EFNI 5 9 ALDURSSTIG: Mið- og unglingsstig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=