Ég sé með teikningu
5. KAFLI | ÍMYNDUN 151 • frumbyggi í Ástralíu, Egypti til forna, listakonan Frida Kahlo, íþróttamaðurinn Usain Bolt, sögupersónan Lína Langsokkur, galdrastelpan Hermione í Harry Potter bókunum, tónlistamaðurinn Justin Bieber, drekinn Gilbert, smiður, líffræðingur, tískuhönnuður eða dansari. • Kennari þarf ekki að telja allt þetta upp en getur aðstoðað nemendur með að finna einhverja persónu eða veru ef þörf er á. • Nemendur ímynda sér að þeir séu í sporum þessarar persónu eða veru og teikna í hennar anda. Þeir velja myndefni og framsetningu út frá því sem þeir telja að við- komandi myndi teikna og nota þau efni, áhöld og aðferðir sem þeir ímynda sér að hún myndi nota. Þeir geta aflað sér heimilda um persónuna eða veruna ef þeim finnst þurfa. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Var auðvelt/erfitt að vinna verkefnið? Útskýrið. • Í hvers sporum voruð þið? Hvaða efni, áhöld og aðferðir notuðuð þið? Hvers vegna? • Hvers vegna teiknaði ykkar persóna eða vera á þennan hátt? Mynd 5.8.3 Hvernig teikna svín?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=