Ég sé með teikningu
150 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Samkvæmt hugmyndum nemenda. VERKEFNIÐ • Nemendur setja sig í spor einhvers annars og teikna samkvæmt því. • Þeir velja ákveðna persónu eða veru. Hún getur verið hver sem er • fræg eða ekki fræg, • á hvaða aldri sem er, • frá hvaða tímabili í sögunni sem er, þess vegna úr framtíðinni, • úr hvaða starfsgrein sem er • einhver sem nemendur þekkja, úr fjölskyldu þeirra eða vinahópi, • hvaðan sem er af jörðinni, • skáldsagnapersóna, • risaeðla, köttur eða hvaða dýr sem er, • geimvera eða draugur, Mynd 5.8.2 Í sporum töfralæknis frá for- sögulegum tíma. Teiknað með kolum og hreindýrablóði bornu á grófan pappír með fingrum og trjágrein. Hver teiknari hefur sinn stíl, eins og segir í kveikju í verkefni 2.7. Tilgangurinn að baki verka hans er líka ólíkur. Teikningar geta jafnvel sagt okkur meira um hugarfar teikn- arans eða skilning hans á viðfangsefninu en um viðfangsefnið sjálft. Gagnlegt getur verið og kannski skemmtilegt, að setja sig í spor annarrar persónu og ímynda sér hvað og hvernig hún myndi teikna. Hvernig gæti til dæmis leikskólabarn teiknað, eðlisfræðingur eða jafnvel köttur? KVEIKJA Mynd 5.8.1 Teikningar eftir börn, kött og eðlisfræðing. ..
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=