Ég sé með teikningu
1. KAFLI | SKYNJUN 15 VERK EFNI 1 2 ALDURSSTIG: Mið- og unglingastig • skilning nemenda á hugtakinu sjón- rænir eiginleikar • skilning nemenda á muninum á því að teikna samkvæmt munnlegri lýsingu á sjónrænum eiginleikum eða eigin rann- sókn á þeim • skilning nemenda á mikilvægi þess að horfa vel á sjónræna eiginleika þegar teiknað er eftir fyrirmynd • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verkefnisins og leikni í að nota þau í samræðum Getum við teiknað hlut án þess að horfa á hann? Kennari er með nokkur myndaspjöld af einföldum hlutum, sjá á bls. 211 . Hann biður um sjálfboðaliða til að draga eitt spjald. Nemandinn lýsir því sem er á myndinni og bekkjarfélagarnir reyna að geta upp á hver hluturinn er. Sá sem lýsir má ekki nota nafnið á hlutnum, t.d. ef myndin er af hjóli má hann ekki segja hjól til að ferðast á milli staða. Hann á eingöngu að lýsa sjónrænum eiginleikum, þ.e. útlitseinkennum hlutarins, en ekki hlutverki hans. Dæmi: Hér er um að ræða tvö hringform, hlið við hlið, tengd saman með skálínum. Áferðin er bæði slétt og glansandi og mjúk. KVEIKJA TEIKNAÐ SAMKVÆMT LÝSINGU STUTT LÝSING Verkefnið er leikur sem hjálpar nemendum að átta sig á hve mikill munur er á að teikna samkvæmt munnlegri lýsingu á sjónrænum eiginleikum eða samkvæmt sjónrænni rannsókn á þeim. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Eftirfarandi atriði er fléttað inn í samræður eftir að verkefnið hefur verið unnið: Með augunum getum við aflað okkur margfalt nákvæmari upplýsinga um sjónræna eigin- leika fyrirmynda en hægt er að lýsa með orðum. Sjónræna ferlið er líka mun hraðara en það sem tjáð er með orðum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=