Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 149 • Nemendur ímynda sér að fyrirmyndin sé stórbrotin, mikilfengleg, áhrifamikil, svip- mikil og mergjuð og leitast við að yfirfæra þá ímynd á pappírinn með ofangreindum aðferðum eða öðrum sem þeim finnst viðeigandi. Þeir geta líka ímyndað sér að þeir séu að stjórna stórri hljómsveit í kraftmiklum kafla. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Tjá teikningarnar viðkomandi hugtak? Hvað gerir það að verkum? • Hver af teikningunum fjórum lýsir viðkomandi hugtaki best? Hvað gerir það að verkum? • Skiptir val á efnum og áhöldum máli fyrir útkomu? En aðferðin við að beita þeim? Útskýrið. • Eru teikningarnar ólíkar? Væri hægt að ýkja muninn á þeim meira? Hvernig? • Átti einhver aðferðanna betur við ykkur en aðrar? Hverjar og hvað gerði það að verkum? • Detta ykkur fleiri hugtök í hug sem væri hægt að tjá í teikningu? Hvaða efni, áhöld og aðferðir væri þá æskilegt að nota? Í SPORUM EINHVERS ANNARS STUTT LÝSING Nemendur setja sig í spor ákveðinnar persónu og velja þau efni, áhöld, aðferðir og myndefni sem þeir telja að hún myndi vinna með. Gagnlegt getur verið að vinna verkefni 2.6. í tengslum við þetta verkefni. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA ALDURSSTIG: Mið- og unglingsstig • leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun • þekkingu og skilning nemenda á hvað mismunandi efni, áhöld, aðferðir og myndefni hafa á það sem teikning tjáir • leikni nemenda í að velja efni, áhöld og aðferðir í samræmi við það sem þeir vilja segja • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum VERK EFNI 5 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=