Ég sé með teikningu

148 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 og mjúklega yfir pappírinn og dreifa úr því með bréfi, fingrum eða strokvöndli eða dreifa grafít-dufti yfir pappírinn með bréfi eða fingrum. • Nemendur geta ímyndað sér að fyrirmyndin sé mjúk, ullarkennd eða lík gufu og leitast við að yfirfæra þá ímynd á pappírinn með ofangreindum aðferðum eða öðrum sem þeim finnst viðeigandi. 3. teikning – hrollvekjandi • Blek. • Vatn og diskur. • Penslar af mismunandi gerð. • Tuskur og svampar. • Pinnar, prik. • Pappír af stærðinni A2. • Tónlist sem á við hugtakið hrollvekj- andi, til dæmis tónlist úr hryllings- mynd. • Nemendur tjá hugtakið hrollvekjandi þegar þeir teikna eftir fyrirmynd með því að sulla, skvetta, sletta eða klessa bleki á pappírinn með penslum í mismunandi stærðum, prikum, tuskum, svömpum eða höndum. Þeir teikna, rispa, klóra eða krota óreglulegar, óútreiknanlegar línur og geta notað öfugan enda á pensli. Þeir geta unnið lag ofan á lag ef þeir vilja. • Nemendur ímynda sér að fyrirmyndin sé hrollvekjandi, taugaspennt, hryllileg og óhugnanleg. Þeir leitast við að yfirfæra þá ímynd á pappírinn með ofangreindum aðferðum eða öðrum sem þeim finnst viðeigandi. 4. teikning – kraftmikið • Blek. • Vatn og diskur. • Breiður pensill (7-10 cm). • Pappír að minnsta kosti af stærð- inni A1. • Tónlist sem á við hugtakið kraft- mikið , til dæmis kvikmyndatónlist eftir þýska tónskáldið Hans Zimmer. • Nemendur tjá hugtakið kraft- mikið með því að nota mikið blek og hreyfa pensilinn með öllum handleggnum. Þeir nota stórar, hraðar, ákveðnar og þróttmiklar hreyfingar. Mynd 5.7.4 Teiknað með bleki og mjúkum pensli t.v. og með bleki og priki t.h. Mynd 5.7.5 Teiknað með bleki á stóran maskínupappír.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=