Ég sé með teikningu

146 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 TJÁNING STUTT LÝSING Nemendur beina athyglinni að mismunandi tjáningarmögu- leikum í teikningu með því að túlka fjögur hugtök: stökkt, mjúkt, hrollvekjandi og kraftmikið og beita viðeigandi og fyrir fram ákveðnum efnum, áhöldum og aðferðum við hvert þeirra. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA Mynd 5.7.1 T.v. Käthe Kollwitz, 1903, „Woman with Dead Child“ – „Kona með dáið barn“ æting . T.h. Julie Merethu, 2007, „Black City“ - „Svört borg“ akríl á striga. VERK EFNI 5 7 ALDURSSTIG: Öll • leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun • þekkingu og skilning nemenda á ólíkum möguleikum til tjáningar í teikningu • þekkingu og skilning nemenda á hvað mismunandi efni, áhöld og aðferðir geta haft í tjáningu myndefnis • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Val okkar á efnum, áhöldum og aðferðum hefur mikil áhrif á útkomu og á það sem teikningin hefur að segja eða tjáninguna. Þess vegna þurfum við að velja það sem við notum í samræmi við það sem við viljum segja. Ef við viljum tala um mýkt er líklegra til árangurs að nota kol og dreifa því yfir pappírinn með fingrunum en að teikna stuttar beinar línur með fíltpenna. Ef við viljum tala um kraft er álitlegra að hreyfa teikniáhaldið hratt með öllum handleggnum en hægt og rólega með úlnliðs- hreyfingum einum. Myndefni hefur vitanlega líka áhrif en þau efni og áhöld sem við veljum og þær aðferðir sem við veljum til að beita þeim skipta miklu máli. KVEIKJA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=