Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 145 • Nemendur nota efni, áhöld og aðferðir að vild og geta farið margar ólíkar leiðir að því að setja fyrirbærin saman. Þeir geta til dæmis: • teiknað eftir auganu • dregið upp á ljósaborði • klippt og límt • notað liti úr öðru en form úr hinu • sett annað inn í eða yfir hitt • margfaldað annað eða bæði eða margfaldað hluta úr öðru eða báðum • breytt hlutföllum (fluga gæti orðið stærri en fíll) • búið til mynstur úr öðru fyrirbærinu og skreytt hitt eða búið til mynstur úr báðum • teiknað eða saumað annað ofan í ljósmynd af hinu • notað hverskonar samsetningar á ofangreindum tillögum eða aðrar aðferðir sem þeim dettur í hug. Afraksturinn þarf ekki að vera hlutbundinn/fígúratífur • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Kennari getur prófað að hafa ílátin þrjú eða fleiri. • Útfærsla 2 : Kennari getur lagt fram mikinn fjölda af heitum eða myndum sem nem- endur velja úr að vild, eins mörgum og þeir vilja. • Útfærsla 3 : Nemendur geta valið fyrirbæri að vild, tvö eða fleiri. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig leystuð þið verkefnið? Var það auðvelt/erfitt? Hvers vegna? • Hvaða hluta nýttuð þið úr fyrirmyndunum og hvernig settuð þið þá saman? • Varð til nýtt fyrirbæri? Var það frumlegt? Hvað gerði það að verkum? • Hefði nýja fyrirbærið geta orðið til án fyrirmyndanna? • Sjáið þið fleiri möguleika á samsetningum? Hverja? • Vekja teikningarnar áhuga áhorfenda? Hvers vegna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=