Ég sé með teikningu

144 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 EFNI OG ÁHOLD • Tvö ílát. • Myndir af eða heiti á tvenns konar fyrirbærum: • skordýrum – spendýrum • plöntum – dýrum/mönnum • stöðum/umhverfi – dýrum/mönnum • pínulitlum fyrirbærum – risastórum fyrirbærum • geimskipum – mat • líffærum – byggingum • önnur fyrirbærapör að vild • Teikniáhöld og pappír að vild. VERKEFNIÐ • Ef heiti á fyrirbærum eru notuð, setur kennari mörg heiti á til dæmis skordýrum í annað ílátið og spendýrum í hitt. Nemendur draga eitt heiti úr hvoru íláti, til dæmis hrossaflugu og kanínu. • Einnig geta nemendur aflað sér fyrirmynda sjálfir. • Ef myndir eru notaðar prentar kennari út fjölbreytt úrval mynda og dreifir á tvo staði á borði og nemendur velja úr, eitt frá hvorum stað. • Ef myndir eru notaðar, geta nemendur nýtt þær að hluta til sem fyrirmyndir og náð sér í meira myndefni sjálfir ef þeir telja sig þurfa eða náð í allt myndefni sjálfir. • Nemendur setja fyrirbærin saman að vild í eina teikningu. Mynd 5.6.2 T.v. staður og vera, teiknað með blýanti og koli, t.h. skriðdýr, menn og eldhúsáhöld, teiknað með bleki. ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=