Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 143 Mynd 5.6.1 Að næturlagi á plánetunni Pandoru, úr kvikmyndinni Avatar. Stemningin er m.a. búin til með blöndu af LED flóðljósum, ljósleiðurum og útfjólubláu ljósi. • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Hvaða þýðingu hefur það fyrir ímyndunaraflið að skoða umhverfi sitt? Ímyndunarafl okkar nærist á því sem við upplifum. Það notar það sem við þekkjum, höfum séð eða höfum reynslu af, tengir það saman, oft á óvæntan hátt og gefur okkur þannig hugmyndir að einhverju nýju. Við getum aukið þekkingu okkar á sjónrænum eiginleikum í umhverf- inu með því að teikna. Ef við teiknum mikið eftir fyrirmyndum sem eru til í raun og veru, sjáum við þær vel og mynd þeirra festist í huga okkar, hún bætist í þann gagnabanka sem ímyndunaraflið getur leitað í. Við verðum ríkari af myndum í huganum – hugmyndaríkari. Ímyndunaraflið hefur þá úr fleiri myndum að moða til að velja úr og vinna með. Það getur hnoðað þessar myndir til eða sett þær saman á ýmsa vegu og búið til úr þeim eitthvað alveg nýtt og ferskt. Það getur látið varir ferðast um á líkamanum og fiska synda um á tunglinu. Það getur gefið kunnuglegum hlutum alveg nýtt líf. Kvikmyndagerðarfólkið sem bjó til fjölskrúðugan og ævintýralegan heim plánetunnar Pandoru í myndinni Avatar hefur mjög líklega nýtt lífríki okkar plánetu sem kveikju en notað ímyndunaraflið og nýjustu tækni til að setja mismunandi hluta þess saman á nýjan hátt og í nýtt samhengi. Ýmsir listamenn hafa sett kunnuglega hluti saman á ólíka vegu og búið til úr þeim eitthvað alveg nýtt og má finna dæmi í leitarorðum. KVEIKJA LEITARORÐ Gala Bent | Guðrún Vera Hjartardóttir bak | Salvador Dalí | Troy Nixie art Lína Rut Wilberg | Meret Oppenheim object | Simon Prades Revenge of the Goldfish | Stefan Zsaitsits

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=