Ég sé með teikningu

142 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 • Útfærsla 3 : Nemendur geta gefið hinni nýju veru eða plöntu nafn og eiginleika og þeir geta skrifað um hana sögu. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hvernig leystuð þið verkefnið? Var það auðvelt/erfitt? Hvers vegna? • Hvaða hluta úr fyrirmyndunum notuðuð þið og hvernig settuð þið þá saman? • Sjáið þið fleiri möguleika á samsetningum? Hverja? • Varð kynjaveran frumleg? Hvað gerði það að verkum? • Hvað merkir hugtakið frumlegt? • Hvað heitir veran og hvers vegna? Hvaða eiginleika hefur hún? NÝTT FYRIRBÆRI STUTT LÝSING Nemendur búa til áður óþekkt fyrirbæri með því að setja saman tvö eða fleiri þekkt fyrirbæri. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA VERK EFNI 5 6 Mynd 5.5.3 Teiknað eftir ljósmyndum af dýrum og mönnum með blýanti. ALDURSSTIG: Öll • leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun • þekkingu og skilning nemenda á mögu- leikum til að nýta það sem til er fyrir í frumlega sköpun • leikni nemenda í að búa til ný og frumleg fyrirbæri með því að setja saman tvö eða fleiri sem til eru fyrir • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=