Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 141 EFNI OG ÁHOLD • Fjöldi mynda af hverskonar dýrum, sjávar- eða landdýrum, skordýrum, skriðdýrum, fuglum, spendýrum. • Teikniáhöld og pappír að vild. VERKEFNIÐ • Kennari dreifir fjölbreyttu úrvali mynda og nem- endur velja úr. • Nemendur búa til nýja kynjaveru með því að setja líkamshluta tveggja eða fleiri dýrategunda saman að vild í eina teikningu. • Þeir geta til dæmis notað höfuð af einu dýri, búk af öðru, vængi af því þriðja, fætur af því fjórða og horn af því fimmta. Veran gæti verið með mörg höfuð, eitt auga og þúsund klær. Hún gæti verið samsett úr fimm vængjum og engu öðru. Hún gæti verið með ótal horn eða afar löng og þau gætu komið út úr eyrunum eða búknum, komið í stað fótleggja eða vaxið út úr tánum. Möguleikarnir á samsetn- ingum eru endalausar. • Nemendur geta náð sér í meira myndefni ef þeir telja sig þurfa. • Nemendur nota efni, áhöld og aðferðir að vild og geta farið margar ólíkar leiðir í samsetningunni. Þeir geta til dæmis: • teiknað eftir auganu. • dregið upp á ljósaborði. • klippt og límt. • notað liti eins dýrs en form annars. • breytt hlutföllum. • notað hverskonar samsetningar á ofangreindum aðferðum eða aðrar aðferðir sem þeim dettur í hug. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur geta notað myndir af mönnum til viðbótar eins og dönsurum, íþróttamönnum eða tónlistarmönnum. • Útfærsla 2 : Nemendur geta notað myndir af plöntum til viðbótar eða notað eingöngu myndir af plöntum og búið til nýja plöntutegund. Mynd 5.5.2 „Fálkrefur“, teiknaður eftir ljósmyndum af fálka og ref með blýanti og vatnslitum. LEITARORÐ Fjörulalli Jón Baldur Hlíðberg íslenskar kynjaskepnur Þrándur Þórarinsson marbendill | wolpertinger ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=