Ég sé með teikningu

140 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ AUKA • leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun • þekkingu og skilning nemenda á mögu- leikum til að nýta það sem til er fyrir, til að búa til eitthvað nýtt og frumlegt • leikni nemenda í að búa til ný og frumleg fyrirbæri með því að setja saman tvær eða fleiri fyrirmyndir • þekkingu og skilning nemenda á nokkrum verkum myndlistarmanna og aðferðum sem þeir hafa beitt • leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum Hvað sjáið þið út úr þessum myndum? Í íslenskum þjóðsögum er ýmsum kynjaverum lýst eins og fjörulalla, marbendli, hross- hval, skuggabaldri, skoffíni og urðarketti og túlkar Jón Baldur Hlíðberg nokkrar þeirra í bókinni Íslenskar kynjaskepnur. Þessar þjóðsagnaverur litu að hluta til út eins og dýr sem menn þekktu. Til dæmis var hrosshvalur með fax eins og á hesti og líkama sjávar- spendýrs og fjörulalli líkist bæði hundi, kind og sel. Með ímyndunaraflinu bjuggu þeir sem „sáu“ verurnar þær til úr því sem þeir þekktu fyrir en settu það saman á nýjan og oft ógnvekjandi hátt í huga sér. Í skógum Þýskalands „sáu“ menn veruna wolpertinger; lítið spendýr með vígtennur, hjartarhorn og vængi. KVEIKJA Mynd 5.5.1 T.v. Fjörulalli eftir Jón Baldur Hlíðberg, t.h. wolpertinger byggð á teikningu af héra eftir þýska listmálarann Albrecht Dürer.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=