Ég sé með teikningu

14 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERKEFNIÐ • Nemendur koma sér fyrir þannig að þeir sjái ekki hver hjá öðrum. Kennari biður þá að teikna epli en útskýrir verkefnið ekki umfram það. Engin fyrirmynd er í boði. Þeir fá þrjár til fjórar mínútur til að teikna. • Nemendur raða öllum tilbúnum teikningum saman á borð þannig að þær snúi eins og þær sneru við þeim þegar þær voru teiknaðar. • Þeir skoða teikningarnar og ræða saman. Mynd 1.1.2 Teiknað án fyrirmyndar. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað dettur ykkur í hug þegar þið sjáið þessar teikningar? • Eru eplin lík hvert öðru? Hvers vegna? • Hvers vegna teiknuðu allir eitt epli? • Hvers vegna eru öll eplin svipuð í laginu? • Hvers vegna snúa þau öll eins? Snúa epli alltaf svona? • Er alltaf stilkur á eplum sem þið sjáið? Sjáið þið oft laufblað á þeim? Hvers vegna teiknuðu margir laufblað? • Teiknaði einhver niðurskorið epli eða epli séð ofan frá eða innan frá eða skemmt? Hvers vegna ekki? • Hefði teikningin orðið öðruvísi ef þið hefðuð haft fyrirmynd? Hvernig? • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=