Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 139 veður, einmanaleiki, öfund, von eða ljótt. Ef hugtakið ljótt er valið er seinni hluti samræðuspurninga notaður. • Nemendur teikna eftir ímyndum sínum af þessum hug- tökum og nota þau efni, áhöld og aðferðir sem þeim finnst viðeigandi. • Þeir skoða teikningarnar og ræða saman. • Útfærsla 1 : Nemendur teikna persónu eða stað eftir lýs- ingu úr skáldsögu. • Útfærsla 2: Nemendur teikna persónu eða stað sem þeir hafa ekki séð lengi, eftir minni. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Hversu auðvelt/erfitt var að túlka hugtakið, staðinn, persónuna? Hvers vegna? • Lentuð þið í einhverjum vanda við að vinna verkefnið? Hvernig leystuð þið hann? • Hvers vegna teiknuðuð þið hugtakið á þennan hátt? Völduð þið efni, áhöld og aðferð í samræmi við það sem þið vilduð fá fram? • Hvað er líkt og ólíkt með því að teikna eftir raunverulegri, sýnilegri fyrirmynd eða eftir hugtaki eða mynd úr huga sér? Er það auðveldara/erfiðara? Útskýrið. • Ef þið völduð hugtakið ljótt , varð teikningin ljót? Getur það sem á að vera ljótt búið yfir einhverjum töfrum? Höfðuð þið áhyggjur af hvernig teikningin myndi líta út? Meiri eða minni en ef þið ætlið að teikna eitthvað fallegt? Teiknuðuð þið eitthvað sem þið hefðuð ekki gert annars? Hvers vegna? NÝ KYNJAVERA STUTT LÝSING Nemendur búa til áður óþekkta kynjaveru með því að setja saman líkamshluta ýmissa dýra. ALDURSSTIG: Öll VERK EFNI 5 5 Mynd 5.4.2 Teiknað út frá hug- tökunum „þögn“ f.o. með blýanti og „myrkur“ f.n. með kolum og akríllit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=