Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 137 VERKEFNIÐ • Nemendur velja fyrirmynd og skoða hana frá mörgum sjónarhornum. Þeir færa hana eða sjálfa sig til og geta skoðað hana frá mörgum hliðum, s.s. ofan frá, neðan frá, innan frá, utan frá, langt frá, stutt frá, mjög langt frá og mjög stutt frá. • Nemendur teikna eftir fyrirmyndinni frá að minnsta kosti 6-12 sjónarhornum og leitast við að fá fram óvænt sjónarhorn og sem ólíkastar teikningar. Sjá mynd 5.3.3. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. LEITARORÐ Unexpected perspective Close up perspective The spatial perspective Mynd 5.3.3 Teiknað með blýanti eftir yddara frá tólf sjónarhornum og chilí á fimm mismunandi vegu. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Var auðvelt/erfitt að finna mörg ólík sjónarhorn? Hefði verið hægt að finna fleiri? Hve mörg? • Eru teikningarnar líkar/ólíkar hver annarri? • Funduð þið óvænt sjónarhorn? Hvaða sjónarhorn eru áhugaverðust? Hvers vegna? • Uppgötvuðuð þið eitthvað nýtt um fyrirmyndina? Hvað? • Skiptir máli að hugsa um sjónarhorn þegar við teiknum eftir fyrirmynd? Hvers vegna? • Hefur sjónarhorn meiri, minni eða jafnmikil áhrif og val á fyrirmynd? Útskýrið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=